
ANNA LÍSA
Litla-Mús og töfrar hugans

Litla-Mús heldur af stað til að finna mömmu sína. Á vegi hennar verða meðal annarra, öskureiður músarkarl, flughræddur svanur og íkorni sem getur ekki kúkað.
Litla-Mús spyr dýrin spurninga sem hjálpa þeim að leysa vandann en mun Litla-Mús finna mömmu sína?
Það er tilvalið að lesa söguna með börnum stórum sem smáum og eiga með þeim gæðatíma, já og ef til vill smá töfrastund!
Litla-Mús og töfrar hugans veitir meðal annars innsýn inn í hvernig við getum nýtt hugaraflið til betri líðan.
Meira um bókina hér

Yrði það ekki dásamlegt...
​
Rithöfundurinn Saga Hugadóttir kannar uppruna meintra kraftaverkalækninga á afskekktum sveitabæ. Nostalgía og notalegheit ásamt uppgjöri við dauðann og gamla drauga varða leið að uppgötvun sem hana óraði ekki fyrir.
Lesa meira um bókina hér
​