top of page

Yager meðferð

Yager meðferð var sköpun Dr. Edwins K. Yager heitins, læriföður Önnu Lísu og vinar. Aðferðin er bæði einstök, einföld, fljótvirk og mjög áhrifarík. Hugmyndafræðin á bak við aðferðina er alls ekki flókin.

 

Öllu venjulega er vitundinni skipt í tvennt, þ.e. meðvitund og undirvitund. Dr. Yager gerði hins vegar ráð fyrir því að um þriðja hluta vitundarinnar væri að ræða eða okkar æðra vitsmunastig, nokkurs konar viskuvitund (e. extra-counciousness).  Dr. Yager gaf þessum hluta nafnið Centrum og margir af meðferðarþegum hans sem og lærisveina hans, tala um Centrum sem innsæi sitt, sálina eða æðri leiðbeinanda svo eitthvað sé nefnt.

Centrum finnur uppruna vandamála einstaklingsins með leiðbeiningum frá Yager meðferðaraðila og finnur lausn. Einstaklingar geta líka nýtt aðferðina sem sjálfshjálparleið.

Dr. Edwin K. Yager þróaði aðferðina og sannreyndi virkni hennar þar til hann lést.  Lesa meira hér

Yager meðferð fyrir börn

Yager meðferð fyrir börn er aðferð Önnu Lísu Björnsdóttur en byggir á grunnhugmyndum Yager meðferðar. Aðferðin er einstök, skemmtileg og einföld og áhrifarík. Yager meðferð fyrir börn er klæðskerasniðin að meðferðarþeganum og gerir því talsverðar kröfur til þekkingar meðferðaraðilans. 

Yager meðferð fyrir börn hefur hjálpað börnum að eiga við kvíða, hræðslu, reiði, ljótar hugsanir, þráhyggju, óútskýrðan höfuðverk, svefnvandamál, fælni, námsvanda, myrkfælni, væta rúmið og ofskynjanir, svo eitthvað sé nefnt.  

Yager meðferð - Einstein nálgun

Yager meðferð - Einstein nálgun er aðferð Önnu Lísu Björnsdóttur og byggir á elementum barnaaðferðarinnar sem hún þróaði fyrst. Aðferðin er einstök, einföld, áhrifarík og skemmtileg. Einstein nálgunin er klæðskerasniðin að meðferðarþeganum og gerir því miklar kröfur til þekkingar meðferðaraðilans á eiginleikum hugans og eðli meðferðarinnar.

Yager meðferð - Einstein nálgun hefur hjálpað fullorðnum að eiga við hvers konar vandamál er stafa frá ósjálfráða taugakerfinu, sem geta komið út bæði sem líkamleg og andleg einkenni. Má þar nefna, kvíða, þunglyndi, reiði, þráhyggju, verki, fælni, hræðslu, næmni vandamál, dauðaóskir, eftirköst eineltis, fíkn, astma, og margt fleira. 

Meðferðar aðferðir í bókinni Litla-Mús og töfrar hugans

Í barnabókinni Litla-Mús og töfrar hugans, nýtir aðalsögupersónan, Litla-Mús, hugmyndafræði Yager meðferðar, þróun Önnu Lísu Björnsdóttur á aðferðinni sem og hugmyndum markþjálfunnar. Við lestur bókarinnar er hægt að kynna sér hugmyndafræðina í gegnum gjörðir Litlu-Músar. Lesa meira hér

ÓM - Þerapía

ÓM - þerapía er meðferðarform sem Anna Lísa Björnsdóttir hefur þróað áfram á annan áratug. Aðferðin nýtir næmni og innsæi meðferðaraðilans til hjálpar meðferðarþeganum. Ákveðnum viðmiðunum er þó fylgt og tekur meðferðarþeginn virkan þátt í ferlinu. Meðferðarþeginn kynnist sínum innri krafti sem hann nýtir svo sjálfum sér til hjálpar. Enginn meðferðartími er eins þar sem fólk er eins misjafnt og það er margt. 

ÓM - þerapía hefur hjálpað fólki á margan hátt. Vinna með losun tilfinninga, losun líkamlegra ,,blokkeringa" og losun staðnaðar orku sem hindrar framþróun einstaklingsins. 

bottom of page