ANNA LÍSA
_edited.jpg)
b.jpg)

Litla-Mús heldur af stað til að finna mömmu sína. Á vegi hennar verða meðal annarra, öskureiður músarkarl, flughræddur svanur og íkorni sem getur ekki kúkað.
Litla-Mús spyr dýrin spurninga sem hjálpa þeim að leysa vandann en mun Litla-Mús finna mömmu sína?
Það er tilvalið að lesa söguna með börnum
stórum sem smáum og eiga með þeim
gæðatíma, já og ef til vill smá töfrastund!
Litla-Mús og töfrar hugans veitir meðal
annars innsýn inn í hvernig við getum
nýtt hugaraflið til betri líðan.














Ýttu á myndirnar til að kynnast Litlu-Mús og nokkrum dýrum úr bókinni
Litla-Mús og töfrar hugans
Sagan segir frá Litlu-Mús og leit hennar að mömmu sinni. Litla-Mús fær aðstoð við leitina frá dýrum sem hún hittir á leiðinni en Litla-Mús hjálpar dýrunum að leysa úr vandamálum þeirra með því að nota töfra hugans.
Litla-Mús hjálpar herra Mús að losna við reiði, hún hjálpar frú Svani að þora að fljúga aftur. Litla-Mús hjálpar líka fröken Lóu sem týndi dirrindíinu sínu, herra Litla-Grís sem grætur því spjaldtölvan er rafmagnslaus, Kálfálfi sem finnur ekki hláturinn sinn, herra Íkorna en hann getur ekki kúkað, folaldinu sem er hrætt við kóngulær og hunangsflugunni Hunögn sem þjáist af frjókornaofnæmi.
Söguna skrifuðum við mæðgurnar saman en dætur mínar þekkja vel til aðferðanna sem Litla-Mús notar. Þær lögðu til hugmyndir að dýrum og vandamálunum sem er að hrjá þau. Hugmyndin var að veita fullorðnum sem og börnum á öllum aldri innsýn í hvað kraftar hugans geta hjálpað okkur mikið til betri líðan.
Sagan er tilvalin fyrir foreldra, afa og ömmur sem hafa ánægju af því að lesa með börnum sínum og barnabörnum og eiga með þeim gæðatíma og jafnvel smá töfrastund.

Gægjugatið

Aðalpersónur í bókinni ,,Litla-Mús og töfrar hugans"
Þetta er Litla-Mús!
Litla-Mús er einstaklega klár, hugrökk og ófeimin. Litla-Mús er líka sérstaklega hjálpleg og býr yfir þekkingu sem eldri dýrin furða sig á.

Herra Mús er eldri músarkarl. Hann býr einn og er frekar bitur. Herra Mús er fullur af reiði og vill ekkert með Litlu-Mús hafa. Hann hrífst þó í laumi að því hve ákveðin litli músarunginn er.
_edited.jpg)
Frú Svanur er heldri frú. Hún hefur ekki getað fylgt öðrum svönum vegna flughræðslu sinnar. Frú Svani þykir ekki mikið til Litlu-Músar koma til að byrja með og vill ólm losna við músarkríli sem fyrst.
_edited.jpg)
Fröken Lóa er óörugg með sig. Hún hefur týnt söngröddinni en vill ekki að aðrir viti af því. Fröken Lóa heldur að Litla-Mús sé að gera gys að henni.
_edited.jpg)
Herra Litili-Grís er gríslingur sem grætur sáran. Hann er afar ósáttur við að spjaldtölvan sem hann hefur undir höndum er rafmagnslaus. Herra Litli-Grís þykir Litla-Mús undarlegt músarbarn.
_edited.jpg)
Kálfálfur er alvarlegur kálfur. Hann sækir það hart að Litla-Mús hjálpi honum að finna hláturinn hans. Kálfálfur er ákveðin, hjálplegur og góður vinur.
_edited.jpg)
Herra Íkorni er ungur herramaður. Honum er mjög illt í maganum og hefur átt erfitt með að kúka. Af þessum sökum er hann frekar argur. Herra Íkorni býr yfir kunnáttu í jóga.
_edited.jpg)
Folaldið er fúlt, pirrað og fullt af hræðslu við könguló. Það gerir það að verkum að folaldið kemst ekki út úr hesthúsinu.
%20hestur_edited.jpg)
Hunangsflugan Hunögn er illa haldin af frjókornaofnæmi. Hana langar þó ekkert meira en að komast út á engi að safna blómasafa með vinkonum sínum. Hunögn þykir mikið til vinskapar Litlu-Músar og vina hennar koma.
_edited.jpg)
Frú Önd er vinkona mömmu Litlu-Músar. Frú Önd veit ýmislegt og kennir Litlu-Mús og vinum hennar dýrmæta lexíu.
_edited.jpg)



.jpg)
_edited.jpg)
.png)
.png)
.png)

