top of page

Um mig

Anna Lísa
Næmni og innsæi eru mínar ær og kýr

Alla mína ævi hefur næmni og innsæi skilgreint tilveru mína. Barn sem er næmt á umhverfið og líðan annara á ekki alltaf sjö dagana sæla. Kvíði og þunglyndi fóru að láta á sér kræla og því upphófst leit mín að betri líðan þegar ég varð unglingur. Lyf við þunglyndi hjálpaði í ákveðin tíma, flatti út einkennin en vann ekki á rót vandans.

 

Ég sótti námskeið af andlegum toga og reyndi flest allar andlegu meðferðirnar sem voru í boði. Heilun, homopatiu, cranio, verkjapunkta meðferð, dáleiðslumeðferð ásamt heimsókna til sálfræðings svo eitthvað sé nefnt. Þessi vegferð kenndi mér að nýta næmni mína og innsæi og til varð nýtt meðferðarform sem ég nefndi ÓM-þerapíu. Ég er innilega þakklát fyrir alla þá reynslu sem ÓM-þerapían hefur gefið mér. Fjölda fólks hefur tekist með hjálp ÓM-þerapíunnar að finna sinn innri kraft og viðhalda honum ásamt því að losna við alls kyns ,,orkurusl" sem truflaði líf þess. 

Lífið tók u-beygju þegar ég kynntist Dr. Edwin K. Yager, föður Yager meðferðarinnar, í gegnum nám mitt í dáleiðslu. Dr. Yager varð fljótt einn af mínum bestu vinum, starfsfélagi og mentor. Ég varð viðurkenndur Yager meðferðaraðili sem og viðurkenndur Yager meðferðarkennari.

Dr. Yager útskrifaði einungis níu meðferðaraðila í heiminum með hans leyfi og viðurkenningu til að kenna Yager meðferð og er ég þar eini Íslendingurinn. 

​

Yager meðferð er einstök, einföld, fljótvirk og mjög áhrifarík aðferð. Hugmyndafræði hennar er alls ekki flókin.

Öllu venjulega er vitundinni skipt í tvennt, þ.e. meðvitund og undirvitund. Dr. Yager gerði hins vegar ráð fyrir því að um þriðja hluta vitundarinnar væri að ræða eða okkar æðra vitsmunastig, nokkurs konar viskuvitund (e. extra-counciousness).  Dr. Yager gaf þessum hluta nafnið Centrum og margir af meðferðarþegum hans og lærisveina, tala um Centrum sem innsæi sitt, sálina eða æðri leiðbeinanda svo eitthvað sé nefnt. Centrum finnur uppruna vandamála einstaklingsins með leiðbeiningum frá Yager meðferðaraðila og finnur lausn. Einstaklingar geta líka nýtt aðferðina sem sjálfshjálparleið. Meira um Yager meðferð hér.

​

Strax eftir námið hjá Dr. Yager aðlagaði ég aðferð hans að börnum. Aðferðina mína kenndi ég bæði og kynnti í Berlín og Magedeburg í Þýskalandi, á vegum Dr. Norberts Preetz og Christians Semlitch í Rheinfelden Sviss. Ég hef líka orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kenna útskrifuðum Yager meðferðaraðilum í Mexikó, Brasilíu og Kólumbíu aðferðina mína fyrir börn, í gegnum Instituto de Terapia Yageriana de México. Meðferðarstofnunina rekur Dr. Cecilia Barrios ásamt sálfræðingnum Eduardo Iñigo Rodríguez og Liliana Leon Huesca. Einnig hef ég kennt meðferðaraðilum erlendis í gegnum netið. Hér heima hef ég boðið upp á viðurkennd námskeið í Yager meðferð og Yager meðferð yfir börn og Yager meðferð - Einstein nálgun sem er viðbótarnám við Yager meðferð fyrir fullorðna. 

​

Nám í markþjálfun hafði líka áhrif á mitt persónulega líf og sem meðferðaraðila. Það hafa tímar hjá viðurkenndum markþjálfa líka gert. Fjöldi námskeiða í hvers kyns skrifum hafa svo hjálpað mér við að gera aðferðum mínum og hugmyndum skil á textaformi.

​

Vegna kennslu minnar á Yager meðferð hef ég skrifað kennslubók sem ég nýti á námskeiðum mínum, barnabók sem byggir á Yager meðferð og markþjálfun og ber nafnið Litla-Mús og töfrar hugans. Hægt er að kynna sér bókina betur hér

 

Fyrsta skáldsagan mín ber nafnið Yrði það ekki dásamlegt... og kom út í september 2022. Sjá meira hér.

​

Ég er gift Guðmundi S. Johnsen framkvæmdastjóra og eigum við fjórar dætur. Vinnustofan mín er staðsett á Selfossi. Sem stendur tek ég ekki við fyrirspurnum um einkatíma. 

​Anna Lísa er eini íslenski Yager meðferðarfræðingurinn* sem er einnig vottaður kennari í Yager meðferð** frá Subliminal Therapy Institute Inc., síðar þekkt sem Yagerian Therapy. Einungis vottaður Yager meðferðarkennari má kenna Yager meðferð og meta nemendur til vottunar sem Yager meðferðaraðila, samkv. reglum STII. Hægt er að sjá þá sem hafa vottun á www.stii.us 

​

*Certified Yagerian Therapist, áður þekkt sem Subliminal Therapy   **Certified Yagerian Therapy trainer

bottom of page