Yrði það ekki dásamlegt...
- Anna Lísa

- Aug 14, 2022
- 2 min read
Updated: Aug 17, 2022
Yrði það ekki dásamlegt ef þú kynnir að nýta virkni hugans til að losna við vanlíðan? Ef þú gætir hjálpað barninu þínu eða öðrum í fjölskyldunni að eiga við vanlíðan með því að uppfæra óþroskuð hugarforrit?

Vísindin og vitundin
Vísindin hafa rannsakað heilann í langan tíma og virðast helst komast að því hve lítið við vitum í raun um virkni hans. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við vitum nógu mikið um virkni hugans til að ná fram betri líðan.
Flest þekkjum við að huganum er skipt í meðvitund og undirvitund. Meðvitundin er talin vera um 10 prósent og undirvitundin hin 90 prósentin.
Meðvitundin sem býr yfir rökhyggju gerir okkur kleift að starfa og lifa í veruleikanum, sjá um okkur og aðra, tjá tilfinningar okkar ofl.
Undirvitundin tengist ósjálfráða taugakerfinu sterkum böndum, en það sér um sléttu vöðva líkamans, s.s. hjarta-, æða-, og kirtlakerfið. Mörg líkamleg og/eða andleg einkenni eiga rætur sínar að rekja til ósjálfráða taugakerfisins.

Óþroskuð hugarforrit uppfærð
Við lærum einkum á tvennan hátt, með endurtekningu og áföllum. Þegar við lærum eitthvað nýtt verður til eitthvað í undirvitundinni sem var þar ekki áður. Reynsla átti sér stað sem tengist ákveðinni minningu. Við getum kallað þetta hugarforrit. Forritin taka mið af veruleika einstaklingsins eins og hann var þegar þau urðu til. Það á líka við um þroska einstaklingsins.
Hugarforritin uppfærast ekki endilega eftir því sem einstaklingurinn eldist og þroskast. Það getur valdið þó nokkrum vandræðum þegar þroski forritanna er ekki í samræmi við þroska einstaklingsins.
Sem betur fer þá búum við yfir þriðja elementi hugans sem hefur það á færi sínu að skanna undirvitundina, finna hugarforritin og uppfæra þau miðað við vonir, væntingar, hag og hagsmuni einstaklingsins. Það verður oftast til þess að vandamálið leysist og einkennin hverfa. Þetta element tengja margir við sem innsæi sitt, sálina, innri styrk eða kraft, hjartað eða æðra vitsmunastig. Ég vísa oftast til þess sem viskuvitundar eða innsæis.
Viskuvitundin býr yfir rökhyggju, er velviljuð og vill flest fyrir okkur gera, eins og það að aðstoða okkur við að uppfæra þau hugarforrit sem valda okkur vandræðum og ýmis konar einkennum. Við þurfum hins vegar að tengjast henni og biðja hana um hjálp.

Hverju myndi það breyta fyrir þig að tengjast þinni viskuvitund og uppfæra hugarforritin sem hafa valdið þér vanlíðan?
Hverju myndi það breyta fyrir þig ef þú vissir hvernig þú gætir hjálpað barninu þínu eða öðrum í fjölskyldunni til betri líðan?
Hafir þú áhuga á að fá fróðleik um viskuvitundina, innsæið ofl. hvet ég þig til að skrá þig hér.
Hugheilar kveðjur,
Anna Lísa
Yager meðferðarkennari.


Comments